Ingredients
1 kg hveiti
200 g smjör eða smjörlíki
200 g sykur
3 egg
8 tsk. lyftiduft (mamma segir 1 tsk. lyftiduft per 100 g hveiti; en mér finnst 8 meira en nóg, eiginlega of mikið en whatthehey, þær eru alltaf mjöðg fínar.)
salt á hnífsoddi
sítrónu og/eða kardimommudropar, etv. tsk. af hvoru
1/2 - 3/4 bolli súrmjólk
plöntufeiti eða matarolía (best er að nota plöntufeiti)
Preparation
Blandið saman í stórri skál hveiti sykri, lyftidufti og salti. Hnoðið mjúkt smjörið saman við. Bætið eggjum og dropum saman við og mixið vel. Bætið súrmjólkinni smátt og smátt saman við, byrjið með lítið magn; hnoðið deigið þar til það er mjúkt og nokkuð slétt; það á ekki að vera “slímugt.” Rúllið deigið út á hveitistráðan flöt í ca 1/2 sm þykkt, skerið með kleinuskera í demanta (ca 6 sm langir, 3-4 sm víðir, eða eftir smekk). Gerið litla rifu í miðjuna og togið annan endann á kleinunni í gegnum gatið. Hitið olíuna í stórum, djúpum potti með þykkum botni. Hitið olíuna í 190C (hún þarf að vera vel heit, þannig að hún “sindri” en ekki svo heit að það rjúki úr henni.Ef olían kraumar í kringum tannstöngul er hún til. Hendið smá deigi ofan í og prófið. Athugið að hitastigið fellur þegar þið hendið kleinunum í pottinn.). Steikið 4-6 kleinur í einu (fer eftir hvað potturinn ykkar er víður) þar til þær eru gullinbrúnar, tekur ca 1 1/2 mín. snúið þeim svo þær séu jafnsteiktar á báðum hliðum. Fjarlægið kleinurnar með gataspaða og setjið á eldhúsrúllubréf sem lagðar hafa verið yfir nokkur dagblöð.